Ferðir um Ísland

Highlands - Arctic Exposure

Við bjóðum upp á ferðir sérsniðnar fyrir þinn hóp. Við erum á sérútbúnum jeppum og getum farið hvert á land sem er, upp á hálendið og jökla.
Dagsferðirnar okkar hafa verið langvinsælastar og lítið má að setja saman ferðir eftir ykkar óskum. Tilvalið fyrir starfsmannafélög, vinahópa, gönguhópinn, skíðaklúbbinn, ljósmyndahópinn eða hvaða hóp sem er sem langar að ferðast saman.

Við erum með nokkrar gerðir af jeppum sem hægt að skoða hér.

Auðvelt er að skipuleggja inn í túrana t.d. heimsókn í bjórgerðir, jarðböð, veitingastaði eða hvað sem er. Hafðu samband á info@arcticexposure.is og við skipuleggjum ferðina með þér.

Fjölbreyttar ferðir í boði

Jeppaferðir – Hvert á land sem er, upp á jökla og hálendið

Gönguferð á Fimmvörðuháls – Hópurinn keyrður úr bænum upp í Skóga og sóttur í Bása, hægt að bæta við trússi eða veitingum

Dagsferð í Þórsmörk – Hvenær fórst þú síðast í Þórsmörk? Ekið frá Reykjavík í Húsadal og gengið yfir í Langadal.

Dagsferð í Landmannalaugar – Ein af perlum hálendisins okkar, bíður upp á endalausa möguleika á göngum og útivist

Dagsferð á Langjökul – Dagsferð þar sem keyrt upp á Langjökul og jökullinn skoðaður

Hálfur dagur – 4-5 tíma ferð þar sem við leikum okkur í náttúrinni og skoðum nokkrar perlur í nágrenni höfuðborgarinnar.

Gönguhópar – Trúss ferðir t.d. upp á hálendi, Þórsmörk, Fimmvörðuháls, Laugarvegurinn eða hvert sem ykkur langar að ganga

Vanir leiðsögumenn – Leiðsögumennirnir okkar eru þaulvanir og hafa unnið við leiðsögn og keyrslu í fjölda ára

Dagsferð í íshelli – Hellatímabilið byrjar í nóvember og er til mars ár hvert.

Dagsferð eða hálfsdagsferð – Sniðin eftir þínum óskum.

Payment icon

Payment info
  • Við getum tekið á móti hópum af ýmsum stærðum og gerðum

Total price: hafið samband á info@arcticexposure.is

SIGN UP
What's included
  • sérútbúinn jeppi
  • vanur leiðsögumaður/bílstjóri
  • Hópurinn er sóttur á fyrirfram ákveðinn stað og skilað á sama stað í lok túrs
What's not included
  • Matur/veitingar eru ekki innifaldar í verði nema um annað sé samið
  • Önnur afþreying nema um annað sé samið

Ísland